Beint í efni

Hvalaskoðun á Húsavík

Á Húsavík starfa fjögur fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðunarferðir: Friends of Moby Dick, Gentle Giants, Húsavík Adventures og North Sailing. Þar starfa reynslumiklir og fjöltyngdir leiðsögumenn sem deila brennandi áhuga sínum á hvölum með gestum. Fyrirtækin taka einnig virkan þátt í fræðslu og rannsóknum á hvölum í samstarfi við Hvalasafnið og rannsóknasetur Háskóla Íslands, sem bæði eru staðsett við höfnina. Höfnin á Húsavík er þannig miðpunktur hvalaskoðunar, rannsókna og fræðslu, þar sem jafnvel vísindamenn taka þátt í bátsferðum.“