Húsavík - Hvalahöfuðborg Íslands
Viðburðardagatal Húsavíkur
Á Húsavík er alltaf eitthvað að gerast. Hér finnur þú lifandi viðburðadagatal þar sem listir, tónlist, íþróttir og menningarhátíðir fléttast saman við daglegt líf bæjarins. Hvort sem þú ert í leit að fjölskylduskemmtun, tónleikum, sýningum eða hátíðum sem endurspegla einstakan anda Húsavíkur þá er dagatalið þinn lykill að ógleymanlegri upplifun. Fylgstu með!

Heimsæktu Demantshringinn
Demantshringurinn sameinar nokkrar af mögnuðustu náttúruperlum Íslands — þar má finna meðal annars kraftmesta foss Evrópu, leirhverina við Mývatn, hvalasýningar í Skjálfandaflóa og stórbrotnar gönguleiðir í Jökulsárgljúfri.
- HÚSAVÍK
Ráðstefnur eða vinaferðir að vetri?
Njóttu andrúmsloftsins á vinalegum áfangastað
Húsavík er frábær áfangastaður fyrir ráðstefnur og vinaferðir yfir vetrarmánuðina. Gestir geta notið afslöppunar í Sjóböðunum með útsýni yfir Skjálfandaflóa, heimsótt fræðandi og áhugaverð söfn og skíðað á glæsilegu skíðasvæði í nágrenninu. Í bænum eru einnig fjölbreytt og góð veitingahús sem bjóða upp á einstaka matarupplifun. Allt þetta er í faðmi vinalegs smábæjarsamfélags sem tekur á móti gestum af hlýju og gestrisni.

Frá Hollywood til Húsavíkur – stígðu inn í heim Fire Saga og Eurovision-sögunnar!
Manstu eftir þegar Will Ferrell og tökulið hans lögðu leið sína til Húsavíkur árið 2019 til að fanga töfra staðarins á hvíta tjaldið? Þá hófst ævintýrið sem endaði með Óskarsverðlaunatilnefningu og heillandi herferð heimamanna sem stóðu saman fyrir Eurovision-lagið sitt. Hér geturðu fengið að vita meira um þetta ótrúlega ævintýri, - ævintýri sem fæstir smábæjir upplifa nokkurn tímann.


Dark Sky meðlimur
Norðurþing er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að ganga í DarkSky International, með það að markmiði að vernda stjörnubjartan næturhiminn og draga úr ljósmengun. Verkefnið opnar ný tækifæri fyrir vetrarferðamennsku, sérstaklega á austursvæði Norðurþings, þar sem myrkur, kyrrð og norðurljós skapa einstaka upplifun fyrir gesti.