Beint í efni

Uppgötvaðu Húsavík

Hvalir, fossar eða hlý böð, Húsavík býður upp á allt sem þú getur séð.

Húsavík og nærliggjandi staðir eru umluknir stórbrotinni náttúru og bjóða upp á gott tækifæri til að upplifa fegurð Norðurlands

Njóttu náttúrunnar

Húsavík er umlukin stórbrotinni náttúru með fjölbreyttum útivistartækifærum. Nálægt eru Kaldbakstjarnir og Botnsvatn, frábær til fuglaskoðunar og göngu. Í um hálftíma fjarlægð eru Ásbyrgi og Dettifoss í Vatnajökulsþjóðgarði, og í suðurátt bíður Mývatn. Keyrðu einnig um Tjörnes þar sem má sjá lunda og víðfeðmt útsýni yfir Skjálfandaflóa. Á Húsavík er náttúran alltaf innan seilingar – hvort sem þú sækist eftir ró eða ævintýrum.

© Hafþór Hreiðarsson

Uppgötvaðu töfra Eurovision á Húsavík

Hvað var þetta með Eurovision og Húsavík?

Manstu eftir þegar Will Ferrell og tökulið hans lögðu leið sína til Húsavíkur árið 2019 til að fanga töfra staðarins á hvíta tjaldið? Þá hófst ævintýrið sem endaði með Óskarsverðlaunatilnefningu og heillandi herferð heimamanna sem stóðu saman fyrir Eurovision-lagið sitt. Hér geturðu fengið að vita meira um þetta ótrúlega ævintýri, - ævintýri sem fæstir smábæjir upplifa nokkurn tímann.