Beint í efni

Norðursigling

Norðursigling býður upp á fjölbreyttar ferðir í hvalaskoðun frá Húsavík. Vinsælasta ferðin er án vafa þriggja tíma hvalaskoðun um borð í hefðbundnum íslenskum eikarbátum. Hvala- og fuglaskoðunarferðir þar sem siglt er í kringum Lundey njóta einnig vaxandi vinsælda, ekki síst meðal fjölskyldna. Hvalaskoðun á seglskútum Norðursiglingar er síðan einstök upplifun þar sem farþegar læra um sögu skútanna og taka þátt í að setja upp segl. Síðast en ekki síst þá er Norðursigling eina fyrirtæki landsins sem býður upp á hvalaskoðun á rafmagnsbát sem gengur eingöngu fyrir grænu (íslensku) rafmagni og líður hljóðlaust um meðal hvalanna. Í öllum ferðum fá farþegar hlýjan öryggisgalla og einnig er boðið upp á heitt kakó og kanilsnúða á siglingunni heim.