Beint í efni

Gamli Baukur Restaurant

Gamli Baukur hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Húsavíkurhafnar. Veitingastaðurinn stendur í miðbænum, við sjávarsíðuna, með glæsilegu útsýni yfir höfnina. Hlýlegt, sjómannalegt yfirbragð skapar notalegt andrúmsloft þar sem gestir geta notið stundarinnar, hvort sem er inni með útsýni yfir innsiglandi báta eða úti á sólpallinum.
Þetta sjávarumhverfi endurspeglast einnig í matseðlinum sem sameinar hefðbundna rétti og nýstárlegar útfærslur, með áherslu á ferska sjávarrétti og gæðahráefni, oft úr heimabyggð.