Leiðaval að Botnsvatni
Það eru um 2,7 km frá Húsavík að Botnsvatni. Til að komast þangað skaltu beygja af aðalgötunni upp Garðarsbraut. Taktu síðan vinstri beygju áður en komið er að gistiheimilinu Árból, inn á Ásgarðsveg. Gatan verður malarborin skömmu síðar og fer aðgengið eftir ástandi vegarins hverju sinni. Ef þú kýst að ganga eru nokkrir mismunandi göngustígar að vatninu. Hægt er að ganga veginn frá Ásgarðsveg sem býður upp á stórbrotið útsýni yfir flóann og Húsavíkurbæinn sjálfan.
Fallegasta leiðin án efa hefst þó í Skrúðgarðinum. Ánni er fylgt upp garðinn allt þar til sést í brú sem þarf að ganga yfir. Þaðan er beygt til hægri upp tröppur og stígnum svo fylgt upp að Botnsvatni.
