Beint í efni

Kaldbakstjarnir/Gullfiskatjörn

Skammt sunnan við Húsavík, rétt við þjóðveginn, liggja fjórar tjarnir sem kallast Kaldbakstjarnir. Stærst þeirra er Svarðarmýrartjörn, sem blasir við sjávarmegin frá veginum, en austan megin er Yltjörn, næst stærsta tjörnin. Hinar tvær eru minni og leynast utan sjónmáls frá veginum.
Tjarnirnar mynduðust á árunum 2000–2001 í tengslum við rafmagnsframleiðslu í Hrísmóum, þegar volgu og heitu vatni var veitt í dalverpið þar sem Yltjörn er nú. Í tjörnina rennur stöðugt heitt vatn sem heldur henni volgri allt árið. Hún er þekkt fyrir sjálfbæran gullfiskastofn, sem hefur dafnað þar um árabil. Á góðviðrisdögum sækja bæði heimamenn og gestir þangað til að njóta baða og jafnvel reyna fyrir sér í gullfiskaveiðum.
Svarðarmýrartjörn er hins vegar rík af silungi og fuglalífi, og hafa þar sést yfir 90 tegundir fugla í gegnum tíðina. Veglegt fuglaskoðunarskýli er til staðar þar sem hægt er hvorutveggja að njóta útsýnisins og setjast niður. Umhverfis tjarnirnar eru fjölbreyttar gönguleiðir þar sem hægt er að upplifa kyrrð, náttúrufegurð og lífríki svæðisins í allri sinni dýrð.