Árstíðabundin Húsavík
Húsavík er að mörgu leyti árstíðarbundinn áfangastaður þegar kemur að ferðaþjónustu. Á sumrin, sérstaklega frá júní og fram í ágúst, er bæjarbragurinn líflegur og fjöldi ferðamanna mikill. Þá er úrval þjónustu hvað mest – veitingastaðir, afþreyingarfyrirtæki, verslanir og söfn opna lengur og bjóða upp á fjölbreytt dagskrárefni.
Utan háannar, á vori, hausti og vetri, dregur þó verulega úr fjölda gesta. Sumir staðir eru með styttri opnunartíma eða lokað yfir hluta ársins, en oftast er þó hægt að finna góða og trausta þjónustu fyrir þá sem heimsækja svæðið. Bærinn heldur áfram að vera heillandi áfangastaður allt árið – með rólegra andrúmslofti, fallegri náttúru og einstakt tækifæri til að upplifa Húsavík án fjöldans. Ekki má gleyma hinu glæsilega skíðasvæði Húsvíkinga sem nýtur sín vel langt fram á vor.
Það er mjög mikilvægt að kynna sér opnunartíma áður en lagt er af stað utan háannar sér í lagi yfir háveturinn, sitthvormegin við áramót. Þjónusta, s.s. opnunartími veitingastaða getur verið mismunandi eftir dögum og tímabilum, og því er ferðafólk eindregið hvatt til að athuga upplýsingar á heimasíðum fyrirtækja sem finna má hér á þessari vefsíðu. Það gerir ferðalagið bæði þægilegra og tryggir að gestir geti notið þess sem Húsavík hefur upp á að bjóða á hverjum tíma árs.
