Beint í efni

Hvalasafnið á Húsavík

Hvalasafnið á Húsavík er eitt fárra safna í heiminum sem er alfarið tileinkað hvölum. Þar má sjá 13 beinagrindur, gagnvirkar sýningar og fróðleik um líf hvala og fjölbreytt tengsl þeirra við manninn. Safnið tengir saman náttúru, vísindi og menningu með áhugaverðum hætti. Gestir sem framvísa miða úr hvalaskoðun fá 20% afslátt af aðgangi. Frábær viðbót við hvalaskoðunarferðina!