Fjallasýn Rúnars Óskarssonar
Fjallasýn er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu þ.e. akstri og skipulagningu ferða um allt land, með sérstaka áherslu á Norðausturland, höfuðstöðvarnar eru í Reykjahverfi S.-Þing.
Fjallasýn ferðast með stóra og smáa, innlenda og erlenda hópa í dagsferðir og / eða lengri ferðir sem skipulagðar eru af fyrirtækinu eða viðskiptavinum þess.
Hin síðari ár hefur Fjallasýn mikið verið að þjóna skemmtiferðaskipum sem stödd eru í norðlenskum höfnum.
Demantshringurinn með sína fögru viðkomustaði : Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík eru í sérstöku uppáhaldi.


