Beint í efni

Eurovision safnið

Eurovision sýningin er sú eina sinnar tegundar enda bæði tileinkuð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Gestir geta skoðað búninga, leikmuni og minjagripi úr keppninni og myndinni, ásamt því að kynnast þátttöku Íslands í Eurovision í gegnum árin. Þetta er skemmtileg og einstök menningarupplifun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.