Beint í efni

Húsavíkurkirkja

Húsavíkurkirkja er falleg timburkirkja sem stendur í miðbæ Húsavíkur og er eitt mest áberandi kennileiti bæjarins. Kirkjan var vígð árið 1907 og er byggð í svonefndum svissneskum stíl, sem var vinsæll á Íslandi á þeim tíma. Hún var teiknuð af Rögn­valdi Ólafssyni, fyrsta Íslendingnum sem nam arkitektúr erlendis, og er talin eitt glæsilegasta verk hans.
Kirkjan er hvít með grænum þakflötum og turni, sem gefur henni sérstakan svip og gerir hana að einni mest mynduðu byggingu bæjarins. Innandyra er hún björt og hlýleg, með fallegum viðar­smíðum.
Húsavíkurkirkja gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Fyrir utan trúarlegar athafnir er hún vinsæll staður fyrir tónleika og menningarviðburði enda hvergi hægt að hýsa jafnmarga í sæti á einum og sama viðburðinum. Útsýnið frá kirkjunni yfir höfnina og Skjálfandaflóa er einstaklega fallegt.