Beint í efni

Gatanöf

Gatanöf er brimsorfinn klettur (berggangur) um 12 m hár og með allstóru gati í miðju. Gatanöf er vinsæll viðkomustaðar ljósmyndara. Gæta skal sérstakrar varúðar ef fara á niður í fjöru við Gatanöf enda sjávarbakkinn brattur og laus í sér.

Bakkafjara og Bakkahöfði eru á náttúruminjaskrá vegna sérkennilega rofinna sjávarkletta og nafa (bergganga) en einnig eru lífríkar fjörur og sker. Við Bakkahöfða er mikið fuglalíf. Líflegast er gjarnan í maí og júní þegar mikill fjöldi farfugla nýtir fjörur og sker við höfðann.